fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Bjarki opnar nýja tannlæknastofu í Vestmannaeyjum – Sviptur starfsleyfi í Hollandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Ágústsson tannlæknir er að opna nýja tannlæknastofu í Vestmannaeyjum. Starfsemin verður að Flötum 29 (sjá mynd) í húsnæði þar sem áður var raftækjaverkstæði og raftækjaverslun undir nafninu Geisli, en sú starfsemi er flutt á annan stað í bænum. Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið vegna þessa en stofan er ekki fullklár. Ekki liggur ljóst fyrir á þessari stundu hverjir eru samstarfsaðilar Bjarka í verkefninu en hann mun ekki vera skráður fyrir félaginu sem stendur að framkvæmdunum.

Þess má geta að í kringum áramótin birtist þessi auglýsing í fjölmiðlinum Eyjafréttir:

Bjarki, sem rak stóra tannlæknastofu í Hollandi, var í síðasta mánuði sviptur starfsleyfi í Hollandi af agadómi fyrir heilsbrigðisstarfsfólk vegna þess að hann hvarf sporlaust sumarið 2017 og skildi starfsemi sína eftir í uppnámi. Var úrskurðað að Bjarki geti ekki framar starfað sem heilbrigðisstarfsmaður í Hollandi og nafn hans skuli verða afmáð úr svokallaði BIG skrá sem inniheldur nöfn sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu í landinu.

Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 14. júní á grundvelli kvörtunar sem barst dómstólnum þann 5. febrúar. Kvörtunin er vandlega unnin skýrsla sérfræðinga um athæfi sem Bjarki framdi um mitt sumar 2017. Þá lokaði hann fyrirvaralaust stórri tannlæknastofu sem hann rak í Hollandi og ekkert spurðist til hans eftir það. Um tvö þúsund sjúklingar voru viðskiptavinir stofunnar og margir voru í yfirstandandi meðferð þegar brotthvarfið átti sér stað. Þessi ákvörðun Bjarka er talin hafa stafað af fjárhagsvandræðum.

Sjúkraskýrslur horfnar og meðferð sjúklinga í uppnámi

Meðal þess sem koma fram í úrskurði agadómsins í Hollandi var að sjúkraskýrslur sjúklinga Bjarka í Hollandi eru horfnar. Þá fundust ekki röntgenmyndir sjúklinga og þurftu þeir að gangast undir nýjar röntgenmyndatökur. Samfella í meðferð sjúklinga hafi ekki verið tryggð og það hafi stefnt öryggi þeirra í hættu. Þá hafi persónuverndarupplýsingar sjúklinga ekki verið tryggðar. Ennfremur kom fram í dómnum að Bjarki hafi ekki svarað bréfum frá þeim aðilum sem reyndu að greiða úr málunum.

Tekið skal fram að ekkert hefur komið fram í þessum dómi eða öðrum gögnum  sem bendir til að Bjarki sé á nokkurn hátt óhæfur til að sinna meðferð sjúklinga – ámælin snúa öll að þessum viðskilnaði hans.

Bjarki var – eða er – giftur pólskri konu og rak hann um tíma eftir brotthvarfið frá Hollandi tannlæknastofu í Póllandi. Árið 2018 starfaði hann í tíu mánuði á tannlæknastofu Heimis Hallgrímssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara í knattspyrnu, í Vestmannaeyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Í gær

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar