fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Á batavegi eftir að hafa velt olíubíl – „Kraftaverk að Sigurjón skyldi lifa þetta ömurlega slys af í dag“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórsson heitir ungur maður frá Djúpavogi sem varð fyrir því hörmulega óláni í gær að velta olíubíl á Öxnadalsheiði, skammt vestan Grjótár. Fjallað var um slysið í  fjölmiðlum en veginum yfir Öxnadalsheiði var lokað í marga klukkutíma eftir slysið. Sigurjón var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar en á meðan var unnið að því að stöðva olíuleka úr bílnum sem varð þó töluverður.

Sigurjón er á batavegi en hann slasaðist mikið. Móðir hans, Jóna Kristín Sigurðardóttir, er lesendum DV að góðu kunn en viðtal birtist við hana í blaðinu síðasta vetur. Þar kom fram að Jóna og fjölskylda hennar hafa gengið í gegnum mörg áföll en standa þó sterk eftir. Í gær dundi nýjasta áfallið á fjölskyldunni en útlit er fyrir að hún muni líka komast í gegnum það.

„Líðan hans er stöðug núna en hann hlaut töluverð innvortis meiðsl, sex rifbein eru brotin, hann er mikið skorinn og marinn á höfði og öllum líkamanum en allir útlimir óbrotnir,“ segir Jóna. Hún segir jafnframt að of snemmt sé að segja til um hvort Sigurjón eigi eftir að ná sér að fullu.

„Hann liggur á gjörgæsludeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri og er vel hugsað um hann þar. Það var ólýsanlega góð tilfinning fyrir mömmuhjartað að fá að sjá hann og faðma hann. Lífið heldur áfram og það er kraftaverk að Sigurjón skyldi lifa þetta ömulega slys af í dag,“ segir Jóna. 

Á mynd sem fylgir þessari frétt má sjá endurfundi mæðginanna en fjölskyldan ók frá Djúpavogi í dag til að hitta Sigurjón á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Hér gefur einnig að líta mynd af þeim mæðginum:

Jóna vill að lokum segja þetta:

„Mig langar til að þakka sérstaklega þeim sem komu að slysinu og hjálpuðu Sigurjóni mínum. Mig langar líka til að þakka samstarfsfólki Sigurjóns, þau eru algjörlega einstök.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“