fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Magnús á sérsamningi við Árbæjarlaug – Fær að fara í sund þrátt fyrir kynferðisbrot í heita potti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Skarphéðinsson er með sérstakan samning við Árbæjarlaug og fær að fara í laugina að kvöldi til þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur 17 ára piltum í Laugardalslaug.

Hringbraut greinir frá þessu en þar er Magnús ekki nefndur á nafn. Hringbraut vitnar í fastagest laugarinnar sem varð var við Magnús. Sá kvartaði undan því að Magnús væri í lauginni þrátt fyrir fyrrnefndan dóm.

„Ég sá þennan mann og þekkti hann strax og vissi að hann hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum. Ég var sjálfur með börnin mín þarna og fannst það afar óþægilegt að sjá hann þarna. Maður er ekki mikið að slaka á í heita pottinum með hann þarna í kringum börnin manns,“ hefur Hringbraut eftir manninum.

Hann hafi því ákveðið að ræða við starfsmann. „Þegar ég fór svo upp úr lauginni bað ég um að fá að tala við vaktstjórann til að kvarta undan því að þessi maður væri ofan í lauginni, ekki undan einhverjum venjulegum manni, heldur manni sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ég fékk þá þau svör að þau vissu af honum og að það hefði verið gert sérstakt samkomulag við hann. Hann væri aðeins í lauginni seint á kvöldin, þegar það væri minna um að börn og unglingar væru á svæðinu.“

Hafliði Hilmarsson, forstöðumaður Árbæjarlaugar, segir að Magnús mætti hans vegna mæta meðan skólasund fer fram. „Eins og staðan er, eins og þú talar um að það sé samkomulag, ég veit að hann mætir á þessum tíma. Hann fær að vera aðeins lengur, þannig að hann þarf ekki að vera inn í búningsklefanum með neinum. Þeir leyfa honum að vera aðeins lengur eftir lokun. Ég veit ekki hvernig samkomulagið er gert. Af því maðurinn er þessi þjóðþekkti maður og er að mæta í sund, þá er kannski farsælast að hann sé að mæta á þessum tíma. En ég held að hann eigi alveg rétt á því að mæta bara þegar það er skólasund, ef honum sýnist svo.“

Magnús var á sínum tíma dæmdur fyrir að hafa sagt við pilt í Laugardalslauginni að hann ætlaði að taka hann í rassgatið. Því næst togaði Magnús í buxnastrenginn á sundbuxum piltsins. Magnús bar fyrir sig að þetta hafi verið „gamnislagur“.

Pilturinn lýsti því á annan veg fyrir dómi: „Ákærði hafi haft orð á því að þeir væru vel byggðir. Hafi hann síðan spurt þá hvort hann ætti að taka þá í rassgatið. Það hafi ekki verið sagt í neinu gríni og komið alveg upp úr þurru. Fram að því hafi þeir átt venjulegar samræður og hafi þeim brugðið við þessi orð ákærða. Ákærði hafi komið yfir til brotaþolans í heita pottinum og hann hafi þá reynt að forða sér frá ákærða en ákærði hafi reynt að snerta kynfæri hans með því setja hönd inn fyrir sundbuxurnar hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi