fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

UPPFÆRT – Bílstjóri olíubílsins liggur á gjörgæslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 13:29

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílstjóri olíubíls sem valt á Öxnadalsheiði í morgun var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Meiðsli hans liggja ekki ljós fyrir. DV náði sambandi við móður bílstjórans og segir hún fjölskylduna vera í óvissu með ástand sonarins, en fjölskyldan býr á Austfjörðum: „Við erum að bíða eftir fréttum, það er verið að flytja hann í sjúkrahúsið á Akureyri og við erum að fara norður. Vonum það besta,“ segir móðirin.

Olíubíllinn valt á Öxnadalsheiði, skammt vestan Grjótár, og var þjóðveginum lokað á því svæði. Eftir að öryggi bílstjórans hafði verið tryggt var farið í það verkefni að takmarka sem frekast má olíumengun af völdum slyssins en olía hefur lekið úr bílnum.

Lögreglan á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norðausturlandi og slökkviliðs á Sauðárkróki og Akureyri.

UPPFÆRT

Móðir bílstjórans segir að för fjölskyldunnar til Akureyrar hafi verið frestað um sinn þar sem  verið er að athuga hvort maðurinn verði fluttur með þyrlu landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.

Uppfært kl. 15:45

Bílstjórinn er á gjörgæslu á sjúkrahúsi á Akureyri. Hann er með innvortismeiðsli og töluvert marinn á höfði og líkama. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. – Þetta eru upplýsingar frá móður bílstjórans. Fjölskyldan býr á Austjörðum en er núna á leiðinni til Akureyrar í bíl. – Möguleiki var á því að sjúklingurinn yrði fluttur til Reykjavíkur með þyrlu en af því varð ekki og hefur tekist að sinna honum vel á Akureyri.

Uppfært kl. 17:20

Búið er að opna veginn aftur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Í gær

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi