fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Logi Pedro kallar skopmyndateiknara Moggans miðaldra horkarl – Líkir myndinni við áróður gegn gyðingum

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skopmynd Helga Sigurðssonar af karlmanni í sturtuklefa kvenna hefur vakið mikla athygli þar sem myndin er sögð fara illa með transfólk.

Í morgun spjölluðu Logi Pedro og Sturla Atlas um myndina í útvarpsþættinum Múslí á Útvarpi 101. Þeir fóru ófögrum orðum um Helga en Logi segir hann vera „miðaldra horkarl.“

Í þættinum tala þeir líka um aðra mynd Helga sem vakti mikla athygli, þegar hann gerði grín að flóttamönnum og kallaði þá „helferðartúrista“.

Strákarnir ræða áfram um skopmyndina og tala um notkun þeirra á fyrri tímum.

„Vandamálið er þetta, við höfum séð svona skopmyndateikningar notaðar í gegnum árin, frá því að gyðingar voru áreittir. Skopmyndir sem hatursáróður hafa verið notaðar gegn gyðingum, gegn svörtu fólki, gegn konum, gegn samkynhneigðum og hérna er bara verið að gera það gegn trans-fólki,“ 

Þeir lesa komment þar sem fólk er að kvarta yfir því að ekkert megi lengur og að þetta sé bara blákaldur veruleiki.

„Það er ekki blákaldur veruleiki að það séu einhverjir perrar að labba inn í kvennaklefann af því þeir gátu skráð sig sem konur.“

Logi segir síðan að það sé hægt að grínast með allt en að það breyti því ekki að grínið sé hatur.

„Þetta er bara hatur, þessi mynd er ekkert nema bara illa dulbúið hatur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu
Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt