fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Elis er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elis Poulsen, frétta- og dagskrárgerðarmaður RÚV í Færeyjum, er látinn. Elis Poulsen var landsmönnum að góðu kunnur fyrir fréttapistla sína frá Færeyjum en hann talaði góða íslensku. Elis lést fyrir aldur fram en hann var 67 ára. Elis var afar vinsæll í fjölmiðlastétt fyrir vönduð vinnubrögð sín, sem og hjálpsemi og gott viðmót.

Bogi Ágústsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV og núverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá stofnuninni, minnist Elisar í stuttri færslu í dag. Hann ritar:

„Bárust í morgun þær sorgarfréttir að Elis Poulsen, frétta-og dagskrárgerðarmaður ríkisútvarpsins í Færeyjum, er látinn eftir erfið veikindi. Upp á Tá, föstudagsþættir hans í færeyska útvarpinu nutu fádæma vinsælda. Elís var einstaklega ljúfur og yndislegur maður og var sérlega greiðvikinn maður, Elis átti marga vini og kunningja á Íslandi, enda gekk hann í skóla hér og systir hans, Marentza, býr hér. Ég er stoltur af því að hafa verið í hópi vina hans á Íslandi. Myndin er frá einni af mörgum heimsóknum í RÚV. Elis hjálpaði mér ótal sinnum við fréttaöflun í Færeyjum, lóðsaði okkur Karl Sigtryggsson í heimsóknum okkar. Elis verður sárt saknað.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Í gær

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi