fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Elis er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elis Poulsen, frétta- og dagskrárgerðarmaður RÚV í Færeyjum, er látinn. Elis Poulsen var landsmönnum að góðu kunnur fyrir fréttapistla sína frá Færeyjum en hann talaði góða íslensku. Elis lést fyrir aldur fram en hann var 67 ára. Elis var afar vinsæll í fjölmiðlastétt fyrir vönduð vinnubrögð sín, sem og hjálpsemi og gott viðmót.

Bogi Ágústsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV og núverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá stofnuninni, minnist Elisar í stuttri færslu í dag. Hann ritar:

„Bárust í morgun þær sorgarfréttir að Elis Poulsen, frétta-og dagskrárgerðarmaður ríkisútvarpsins í Færeyjum, er látinn eftir erfið veikindi. Upp á Tá, föstudagsþættir hans í færeyska útvarpinu nutu fádæma vinsælda. Elís var einstaklega ljúfur og yndislegur maður og var sérlega greiðvikinn maður, Elis átti marga vini og kunningja á Íslandi, enda gekk hann í skóla hér og systir hans, Marentza, býr hér. Ég er stoltur af því að hafa verið í hópi vina hans á Íslandi. Myndin er frá einni af mörgum heimsóknum í RÚV. Elis hjálpaði mér ótal sinnum við fréttaöflun í Færeyjum, lóðsaði okkur Karl Sigtryggsson í heimsóknum okkar. Elis verður sárt saknað.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd