fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Húsbrot og hættuleg árás í Neskaupstað – Ruddust inn í íbúð og ógnuðu með eggvopni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma á mánudagsmorgun barst lögreglunni í Neskaupstað tilkynning um að brotist hefði verið inn í hús í umdæminu og húsráðendum meðal annars ógnað með eggvopni. Einn maður fékk smávægilega áverka í árásinni, en reyndar ekki vegna eggvopnsins. Lögreglan handtók tvo menn sem eru grunaðir í málinu.

DV hafði samband við Óskar Þór Guðmundsson varðstjóra hjá Lögreglunni á Austurlandi vegna málsins, eftir ábendingu sem borist hafði frá lesanda. Lesandinn hélt því fram að mennirnir hefðu verið með sveðju á lofti en Óskar sagði: „Ja, hvað er sveðja og hvað er hnífur? Þetta var að minnsta kosti stór hnífur.“

Skýrslutökur voru gerðar af mönnunum tveimur í gær og þeim síðan sleppt að þeim loknum. Málsatvik eru talin liggja fyrir og mun lögregla ekki veita frekari upplýsingar vegna málsins, að því er fram kemur í tölvupósti frá lögreglunni. Aðspurður vildi Óskar ekki staðfesta ábendingu lesanda þess efnis að um hafi verið að ræða aðgerð af hálfu handrukkara.

Þess má geta að 14 fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi um síðustu helgi, flest í tengslum við LungA, listahátíð ungs fólks, sem haldin var á Seyðisfirði. Þar af eru tvö mál til rannsóknar, en í öðrum tilvikum var um svokölluð neyslumál að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Í gær

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi