fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Erla Hlynsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Pírata

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Hlynsdóttir og Kristján Gunnarsson. Mynd af vef Pírata.

Erla Hlynsdóttir og Kristján Gunnarsson hafa verið ráðin til starfa hjá Pírötum. Kristján og Erla taka bæði við hlutverki framkvæmdastjóra Pírata sem áður var í höndum Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur, og ennfremur hlutverki framkvæmdastjóra þingflokks Pírata. Þetta kemur orðrétt fram í tilkynningu frá Pírötum.

Sigríður Bylgja lætur af störfum en mun áfram vinna fyrir Pírata. Erla og Kristján munu vinna með þingflokknum og koma að grasrótarstarfi. Í tilkynningu um Erla og Kristján segir meðal annars á vef Pírata:

Kristján hefur síðustu misseri unnið með þingflokki Pírata að fjölbreyttum verkefnum. Hann hefur starfað við ráðgjöf og markaðsmál í yfir áratug, bæði fyrir stór og smá fyrirtæki.

Erla hefur starfað við fjölmiðla í áratug, meðal annars á DV, Stöð 2 og Fréttatímanum. Hún er þó einna þekktust fyrir að hafa í þrígang unnið sigur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði brotið á tjáningarfrelsi Erlu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum