fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Úr boltanum í Biskupsstofu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu.

Pétur Georg hefur starfað undanfarin sem sveitarstjóri  Súðavíkurhrepps og leitt Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðarstofu.

Pétur var á árum áður mikill knattspyrnukappi og lék meðal annars með Fjölni, Val og Víking í úrvalsdeild.

Hann flutti vestur árið 2011 til að klára knattspyrnuferil sinn þar sem fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur.  En þar reyndist ást hans á stjórnmálum meiri heldur en á knattspyrnunni.

„Ég er alinn upp á pólitísku heimili, svona kvennalista- og allaballaheimili. Félagsveran í mér kemur frá mömmu, það er hennar innlegg í mig. Ég upplifði stofnun Samfylkingarinnar í gegnum mömmu og var frá upphafi hluti af Samfylkingunni,“ segir Pétur en bætir við að það hafi verið árin í Háskóla Íslands, þar sem hann lærði guðfræði, sem urðu til þess að pólitíkin varð förunautur hans fyrir alvöru í lífinu,“ sagði Pétur í samtali við DV árið 2017.

Pétur hefur mikið tekið þátt í stjórnmálastarfi og sat m.a. á Alþingi sem varamaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2012-2013. Hann var einnig um hríð formaður ungra jafnaðarmanna og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs.  Hann hefur einnig setið í fjölda stjórna, nefnda og ráða í ýmsum félagasamtökum og innan stjórnsýslunnar.

„Ég flutti síðan vestur árið 2011 og fór að vinna sem framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfjarða. Ég og konan mín fluttum til Súðavíkur og ég byrjaði eiginlega strax að skipta mér af pólitíkinni því þannig er ég bara. Síðan kom að sveitarstjórnarkosningum og þá var farið af stað. Við buðum fram bæjarmálalista sem hét Hreppslistinn og þar var mér stillt upp sem sveitarstjóraefni. Við fengum góða kosningu og ég varð sveitarstjóri,“ sagði Pétur.

 

Pétur fann hjartað fyrir vestan: „Á þessum tíma var ég dálítið týndur í lífinu“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante
Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina