fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Björgunarsveitir á hálendisvakt með hendur fullar af verkefnum – komu manni á Laugavegi til bjargar í morgun

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 13:47

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir á Hálendisvakt í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna fregna sem bárust af slösuðum göngumann við Hrafntinnusker sem er skáli sem finnst snemma á leiðinni um Laugaveg. Þetta segir í fréttatilkynningu Landsbjargar.

Fyrstu upplýsingar sem bárust til björgunarsveitar voru á þann veg að sá slasaði væri illa brotin á hendi.

um einni og hálfri klukkustund síðar voru björgunarsveitarmenn komnir á vettvang og bjuggu þar um viðkomandi til flutnings.

Björgunarmenn munu flytja slasaða einstaklinginn til Landmannalauga en þaðan verður síðan farið til læknis.

Í fréttatilkynningunni segir einnig að nokkuð mikið hafi verið um útköll á hálendisvakt björgunarsveita það sem af er sumri. Í gær hafi sem dæmi björgunarsveitarmenn á Sprengisandi farið til aðstoðar manni sem var að ganga frá Nýjadal að Drekagili við Öskju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi