fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Rútu bjargað í Þórsmörk

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. júlí 2019 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum tímanum í dag var óskað eftir aðstoð björgunarsveita þegar rúta festist í Steinholtsá í Þórsmörk. Nærstaddir björgunarsveitarmenn komu fljótlega á vettvang og þá var búið að koma öllum farþegum frá borði. Björgunarsveitarmennirnir hófust þá handa við að bjarga rútunni úr ánni ásamt öðru fólki á svæðinu og tókst það vel. Rútan var komin á þurrt um hálftíma eftir að útkall barst.

Stuttu áður en útkallið í Þórsmörk barst var björgunarskipið á Höfn kallað út vegna trillu sem hafði orðið vélarvana þegar hún sigldi inn Hornafjarðarós í svartaþoku. Fimm mínútum síðar var björgunarskipið Ingibjörg lagt af stað úr höfn en þá barst tilkynning um að trillan hafði hrokkið í gang og komst hún af sjálfsdáðum til hafnar.

Meðfylgjandi eru myndir frá vettvangi í Þórsmörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Í gær

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur