fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Gísli Marteinn: Lýðskrumarar í Sjálfstæðisflokknum – Halldór: Lítilsvirðing

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 31. maí 2017 18:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldurssonn

Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður á RÚV og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að núverandi borgarfulltrúar séu með málflutningi sínum að hverfa frá stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn og það sé lýðskrum. Gísli fór yfir niðurstöður Reykjavíkurþings Sjálfstæðisflokksins sem haldið var á dögunum þar sem flokksmenn samþykktu að endurskoða aðalskipulag borgarinnar tafarlaust og leita nýrra byggingasvæða. Gísli segir á bloggsíðu sinni ástæðu núverandi stefnu einfalda:

Ástæða þessarar stefnu er ekki aðeins sú að þetta er umhverfisvænna, ódýrara og vænlegra fyrir þau hverfi sem fyrir eru, heldur er ástæðan líka sú að borgarbúar vilja ekki útþenslustefnuna. Raunar er það svo, sýna kannanir, að fleiri búa austan Elliðaáa en vilja það. Ástæðan er einfaldlega sú að fólk er komið með nóg af löngum ferðalögum til og frá vinnu, það er búið að átta sig á því að bílaumferð skemmir borgina og veldur banvænni mengun,

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Mynd/DV

segir Gísli. Því sé „algjört glapræði fyrir borgarstjórn“ að byggja ný hverfi utan núverandi byggðar:

„Ný úthverfabyggð er ekki lausn heldur upphaf að fjölmörgum nýjum vandamálum — og alveg sama hversu erfitt ástand er á íbúðamarkaði þessa mánuðina er mjög mikilvægt að við freistumst ekki til að taka slíka ákvörðun.“

Segir hann stefnu Sjálfstæðisflokksins munu leiða til  meiri mengunar, fleiri slysa, sé kostnaðarsamari fyrir íbúana og hið opinbera en að þétta byggðina eins og sé verið að gera:

Lýðskrumarar tala núna um að þétting byggðar sé „allt of dýr“. Það er annaðhvort fáfræði eða misskilningur,

segir Gísli og bætir við:

Það er sorglegt að kjörnir fulltrúar í borginni og á Alþingi skuli ekki hafa áhuga eða metnað til að þekkja slík grundvallaratriði.

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni svarar Gísla og vandar honum ekki kveðjurnar:

Er Gísli Marteinn að segja að 270 lýðskrumarar hafi mætt á Reykjavíkurþing og mótað stefnu? Mér finnst það lítilsvirðing við það góða fólk sem mætti og vann að stefnumótun af heiðarleika og yfirsýn með þekkingu á þörfum borgarbúa. Það býr nefnilega fólk alls staðar í borginni með mismunandi þarfir. Stefna okkar Sjálfstæðisfólks gagnast öllum borgarbúum og Reykjavíkurþing lagði grunn að góðri stefnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa