fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. júlí 2019 09:00

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgísku hjónin og synir þeirra, sem leitað var að við Kjalfell í gærkvöldi, eru fundin heil á húfi. Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi staðfesti fréttinar, en tugir björgunarsveitafólks í Árnessýslu hófu leit að þeim um hálftíuleytið í gær. Hjónin urðu viðskila við göngufélaga sína á Kili síðdegis í dag og villtust langt af leið.

Hjónin voru á fimmtugsaldri og lögðu af stað í göngu um tvöleytið frá Gíslaskála. Á fimmta tímanum hafði ekkert heyrst á fólkinu og fóru samferðamenn þeirra að hafa áhyggjur og óskuðu eftir aðstoð. Fyrstu hópar björgunarsveita lögðu af stað á um hálf tíu leytið til að hefja leit. Lagskýjað er á svæðinu og hiti er undir tíu gráðum.

Björgunarsveitir notuðust við hljóð- og ljósmerki, það er bláu ljósin á björgunartækjum, til þess að fólkið ætti auðveldara með sjá farartækin á ferð. Það bar árangur og fundust þau skömmu fyrir klukkan eitt.

Að sögn Frímanns, sem stjórnaði leitaraðgerðum Landsbjargar, var fólkið kalt og skelkað, en að öðru leyti í ágætu standi og fegið að sjá bjargvætti sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“