fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

E.Coli rakið til vinsæls ferðamannastaðar – Sum barnanna með alvarlega sýkingu

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heimasíðu Landlæknisembættisins er greint frá því að níu af þeim tíu börnum sem greinst hafa með sýkingu af völdum E.Coli-bakteríu hafi smitast í Efstadal 2, en það er ferðaþjónustubær í Bláskógabyggð.

Fjögur af þessum tíu börnum hafa greinst með al­var­lega sýkingu, en þau greindust öll fyrir helgi, þau eru nú öll á batavegi. Hin börnin eru ekki talin vera með alvarlega sýkingu, þau eru þó undir stöðugu eftirliti hjá Barnaspítala Hringsins. Matvælastofnun greinir frá því að börnin sem greindust með sýkinguna um og eftir helgi séu á aldursbilinu eins til tólf ára.

Ekki er vitað hvernig smitið hefur borist til barnana, en það hefur líka fundist í hægðasýni frá kálfum á þessum sama stað.

Bæði Landlæknisembættið og Matvælaastofnun taka fram að ekki sé talið að smit hafi átt sér stað með vatni í Bláskógabyggð og ekkert bendir til að smitið eigi uppruna sinn annars staðar í sveitinni.

Landlæknir hvetur þá ein­staklinga sem heim­sóttu Efstadal 2 á síðast­liðnum tveimur vikum og fengu niður­gang innan 10 daga frá heim­sókninni til að leita til læknis. Þó er tekið fram að ein­kenna­lausir ein­staklingar sem hafa heim­sótt Efsta­dal 2 þurfi ekki að leita læknis né heldur ein­staklingar sem fengið hafa niður­gang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega