fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Sara fullyrðir að frægir menn á Íslandi fái kynferðislega greiða hjá óþroskuðum stelpum: „Fokking predatorar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Mansour, blaðamaður á Stundinni í hjáverkum, fullyrðir á Twitter að frægir menn á Íslandi misnoti aðstöðu sína og fái kynferðislega greiða hjá óstálpuðum stúlkum.

Sara, sem hefur verið verðlaunuð af Junior Chamber International á Íslandi fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og mannréttindamála, útskýrir þetta ekki nánar en tíst hennar hefur vakið talsverða athygli.

„Þetta tweet er til allra frægra stráka á Íslandi sem misnota valdastöðu sína til að fá kynferðislega greiða frá miklu yngri og óþroskaðri stelpum. Ég skil ekki hvers vegna þetta vandamál er hunsað en ég sé ykkur, fokking predatorar,“ skrifar Sara.

Tístið hefur nú þegar fengið ríflega 300 læk á Twitter, sem telst nokkuð mikið, og hafa þekktir femínistar, svo sem Hildur Lilliendahl og Elísabet Ýr Atladóttir endurbirt það.

Ummæli Söru á samfélagsmiðlum hafa áður vakið athygli en í fyrra gagnrýndi hún harðlega þá Íslendinga sem horfðu á HM í fótbolta karla í Rússlandi. Hún sagði enn fremur í fyrra að hún hafi sniðgengið Eurovision til margra ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega