fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Silja var lömuð af hræðslu í rúminu: „Hún nálgaðist mig með miklu afli og lagðist ofan á mig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. júlí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Björk Björnsdóttir, sem hefur vakið athygli fyrir fyrirlestur um þunglyndi og hóf nýverið íslenskt hlaðvarp um merkilegar konur, greinir á Twitter frá vægast sagt óhugnanlegri lífreynslu. Hún upplifaði svokallaða svefnlömun og sá hrollvekjandi ofskynjun.

„Hefur þú upplifað svefnlömun? Einu sinni vaknaði ég og sá stærðarinnar svarta veru í horninu á herberginu. Hún nálgaðist mig með miklu afli og lagðist ofan á mig. Ég náði ekki andanum og klemmdi aftur augun, lömuð af hræðslu. Ég sneri höfðinu, eitt við mætti augnarráði verunnar,“ skrifar Silja Björk.

Í athugasemdum segjast nokkrir hafa lent í þessu og líkjast þær einna helst hryllingsmyndum. „Þegar ég var au pair í Danmörku og bjó í 150 ára gömlu húsi, lenti ég stundum í þessu. Sá enga veru en vaknaði við að það lá einhver á bakvið mig. Gat opnað augun en horfði bara á vegginn og gat ekki hreyft mig. Hætti þegar ég flutti og hefur aldrei gerst síðan,“ segir ein kona.

Önnur kona segist hafa lent í þessu nokkrum sinnum. „Verst var þegar mér fannst einhver svört vera leggja mig saman á hvolf og reyna að brjóta á mér hálsinn. Gat ekkert hreyft mig neitt, vaknaði svo loksins við sjálfa mig að reyna að kalla á hjálp en það komu bara lofthljóð en engin öskur,“ segir hún.

Sú þriðja segir þetta mjög ónotalegt: „Já nokkrum sinnum, bara ef ég legg mig, aldrei að nóttu til. Einu sinni var svört ókunnug vera en hin skiptin stendur einhver nákominn mér (mamma eða unnustinn) en eru samt ekki þau, með mjög óþægilega nærveru. Bilað ónotalegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega