TIF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sótti, síðdegis í gær slasaðan sjómann út af Langanesi. Skipverjinn var á íslensku togskipi sem var að koma úr Barentshafi. Slasaðist maðurinn á fæti en skipið var „þá statt um 450 sjómílur NA af Langanesi og eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að skipið sigldi nær landi. Laust eftir klukkan 16 í gær tók TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, á loft frá Reykjavíkurflugvelli en auk hennar var þyrlan Eir einnig kölluð út til að vera til taks fyrir Líf, ef á þyrfti að halda,“ eins og segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar um málið.
Gærdagurinn var annars annasamur hjá þyrlunni eins og kemur fram í tilkynningunni því hún var einnig kölluð að Landmannahelli vegna alvarlegra veikinda.