fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Slösuðum sjómanni bjargað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. júlí 2019 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TIF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sótti, síðdegis í gær slasaðan sjómann út af Langanesi. Skipverjinn var á íslensku togskipi sem var að koma úr Barentshafi. Slasaðist maðurinn á fæti en skipið var „þá statt um 450 sjómílur NA af Langanesi og eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að skipið sigldi nær landi. Laust eftir klukkan 16 í gær tók TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, á loft frá Reykjavíkurflugvelli en auk hennar var þyrlan Eir einnig kölluð út til að vera til taks fyrir Líf, ef á þyrfti að halda,“ eins og segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar um málið.

Gærdagurinn var annars annasamur hjá þyrlunni eins og kemur fram í tilkynningunni því hún var einnig kölluð að Landmannahelli vegna alvarlegra veikinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt