Suðurlandsvegur vestan við Markarfljót, við gatnamót Dímonarvegar og Hólmabæjarvegar, er lokaður vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
Lögregla bendir á hjáleið um Landeyjarhafnarveg 254 og Bakkaveg 253. Á þessu stigi er ekki vitað hvað vegurinn verður lokaður lengi. Í frétt mbl.is kemur fram að rúta og fólksbifreið hafi skollið saman vestur af Seljalandsfossi.
Frekari upplýsingar er ekki hægt að gefa að sinni, segir lögrega í tilkynningu sinni.