Í yfirlýsingunni er talað um brottvísanir á börnum frá íslandi tekin fyrir, en þá mál hafa verið áberandi í umræðunni seinustu daga.
„Mikil samstaða er á milli ráðanna sem standa að þessari yfirlýsingu um að brottvísanir barna til Grikklands, þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd en hafa þrátt fyrir það leitað til Íslands, þurfi að hætta og sömuleiðis brottvísanir fjölskyldna með börn.“
Síðan eru skoðuð orð úr Barnasáttmálanum, en ungliðahreyfingarnar benda á að hann hafi sama gildi og önnur lög í landinu.
“Aðildarríki skulu virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningi þessum, án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna.”
„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.”
Ungliðahreyfingarnar benda á að mörg félagasamtök vilji meina að ekki sé verið að fylgja barnasáttmálanum eftir, og því um lögbrot að ræða.
„UNICEF á Íslandi og önnur félagasamtök hafa reynt að vekja athygli á því að aðstæður fyrir flóttabörn í Grikklandi eru ekki viðunandi og er það skoðun ráðanna að það sé alls ekki verið að gæta hagsmuna barna með því að vísa þeim þangað, heldur þvert á móti, en aðstæðum í Grikklandi hefur verið lýst sem ógnandi og ómannúðlegum. Þar er lítið aðgengi að grunnmenntun fyrir börn og lítill stuðningur í boði vegna fjölda flóttamanna.“
Að lokum skora ungliðahreyfingarnar á íslensk stjórnvöld um að gera meira í málunum og hugsa um öll börn innan lögsögu Íslands.
„Hættum að synja börnum um tækifæri til að alast upp í öruggu umhverfi.
Stjórnvöld þurfa að virða Barnasáttmálann og tryggja að honum sé framfylgt svo réttindi barna á flótta séu ávallt tryggð.
Byrjum að taka Barnasáttmálann alvarlega, því börnin okkar og börnin sem hingað koma eru framtíð okkar og nútíð. “„Ekkert segir jafnmikið um þjóðfélag eins og hvernig það sér um börnin sín og Ísland ætti að vera fremst í flokki hvað það varðar.
Barnasáttmálinn nær til allra barna innan lögsögu Íslands og ætti ekkert barn á Íslandi að þurfa óttast um hvar þau munu gista í næstu viku eða að óttast að fá ekki grunnmenntun eða vernd.
Við skorum á yfirvöld að taka til aðgerða og vernda börn á flótta eins og þeim ber skylda til, sama hvað það kostar!“