fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Gómuð með 7.000 Oxycontin-töflur: Sagði „hann“ eiga töskuna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 14:33

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona, sem tekin var með 7.000 Oxycontin-töflur í farangri sínum, sæti farbanni til 26. júlí næstkomandi.

Konan var stöðvuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 19. apríl síðastliðinn, en við leit í farangri hennar fundust töflurnar. Hafði þeim verið komið fyrir undir fóðri í töskunni.

„Aðspurð hafi varnaraðili sagt „hann“ eiga töskuna. Varnaraðili hafi viðurkennt að hafa vitneskju um einhvern varning í töskunni en hún hvorki sagst vita hvað  þar væri um að ræða né í hvaða magni,“ segir í úrskurði héraðsdómi sem féll 28. júní síðastliðinn.

Að sögn lögreglustjóra stendur rannsókn málsins enn yfir og er beðið skýrslu tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi rannsókn á töflunum. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að ætla megi að málið verði sent til héraðssaksóknara til meðferðar innan skamms og því hraðað.

Konan mun sæta farbanni þar til dómur gengur í máli hennar, en þó eigi lengur en til til 26. júlí næstomandi sem fyrr segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn