Hann ferðaðist til Íslands yfir sumarsólstöðurnar og var vægast sagt hrifinn af stórbrotnu landslaginu.
Ferðin gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig. Þegar hann var staddur á tjaldsvæði ásamt félögum sínum ákváðu þeir að kasta frisbídisk á milli sín og taka það upp með nýjum og fínum græjum.
Upptökumaðurinn Greg tók upp myndband af félögunum þar sem þeir voru að reyna að grípa diskinn með tilþrifum en enginn þeirra náði að grípa hann. Þá tók Greg til sinna ráða og ákvað að reyna sjálfur að grípa hann.
Greg greip hoppaði upp, greip diskinn með tilþrifum og datt í jörðina. Þegar hann stóð upp komu meiðslin í ljós.
Við vörum við myndinni sem er hér fyrir neðan.
Í myndbandinu kemur fram að Greg hafi leitað aðstoðar á heilsugæslu þar sem gert var að sárum hans. Fingurinn reyndist hafa farið úr lið og aðstoðaði heilbrigðisstarfsmaður við að kippa honum aftur í liðinn. Greg gat haldið áfram að taka myndir en þurfti að gera sér að góðu að vera með nokkuð myndarlegar umbúðir á fingrinum. Hægt er að lesa nánar um ævintýri þeirra félaga á heimasíðu Thomas.