fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Simmi Vill er talsmaður eggja-, kjúklinga- og svínabænda: „Mitt hlutverk verður að létta á bændum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur verið ráðinn talsmaður nýs félags í eigu svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda. Frá þessu er greint í Bændablaðinu.

Félagið heitir FESK og er markmið félagsins að stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu um landbúnað á Íslandi. Félagið verður málsvari Félags kjúklingabænda, Félags eggjabænda og Félags svínabænda á opinberum vettvangi og einnig koma fram fyrir hönd félagsmanna.

„Í nútíma samfélagi er offramboð af upplýsingum og því miður eru upplýsingarnar oft harðsoðnar, stuttar og klipptar úr samhengi. Mitt hlutverk verður að létta á bændum með því að fylgjast með umræðunni og svara fyrir þá þætti sem FESK telur ekki nægilega skýra,“ segir Sigmar. Mikið sé sótt að íslenskum landbúnaði þessa dagana og margt þurfi að vera skýrara í umræðunni.

„Það er samfélagslega mikilvægt að ræða þessi mál án sleggjudóma. Landbúnaður snýst um samfélagið okkar, þjóðina, heilsu og náttúruvernd. Allt eru þetta málefni sem eru gríðarlega mikilvæg, ekki bara hér á landi, heldur allsstaðar í  heiminum. Matvælaframleiðsla, lýðheilsa og sjálfbærni, eru stór þáttur í verkefnum allra stjórnvalda í heiminum. Ísland hefur ennþá sterka stöðu í þessum efnum og hana ber að verja. FESK mun leggja sitt af mörkum til að svo megi verða áfram.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn