Rétt í þessu greindi lögreglan á Vestfjörðum frá því að alvarlegt umferðarslys hefði átt sér stað á Innstrandarvegi, við Hrófá – skammt frá Hólmavík.
Samkvæmt tilkynningu stendur vinna yfir á vettvangi og er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Opnað hefur verið fyrir hjáleið framhjá slysstað.