Jarðskjálfti að stærð 3,6 varð 15 km frá Grímsey klukkan að verða 13:00 í dag. Fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu eru jarðskjálftar algengir á þessu svæði þar sem litla Tjörnesbrotabeltið liggur. Á meðfylgjandi myndum má sjá staðsetningu skjálftans þar sem græn stjarna er á kortinu.