fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Þjálfari nauðgaði barni og tók það upp – Dæmdur í þriggja ára fangelsi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 30. júní 2019 11:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri var á föstudaginn dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni í Héraðsdómi Vesturlands.

Fyrrverandi þjálfari þolanda

Í júlí á síðasta ári barst lögreglu tilkynning frá félagsráðgjafa og barnaverndarfulltrúa um að 13 ára stúlka væri stödd á slysamóttöku. Var stúlkan verulega ölvuð og mögulega undir áhrifum annarra efna. Hefði hún greint frá því að hún hefði verið misnotuð.

Maðurinn sem misnotaði hana var fyrrverandi þjálfari hennar í ótilgrendri íþrótt. Hafði stofnast til vinskapar með þeim, þrátt fyrir að foreldrar stúlkunnar væru því mótfallnir sökum aldursmunar, en hann var þá 22 ára gamall.

Tók brotið upp með síma sínum

Brotaþoli greindi frá því að kvöldið sem brotið hafi átt sér stað hafi maðurinn gefið henni eiturlyf og áfengi. Svo hefði hann farið með hana niður að sjó þar sem hann fjarlægði föt þeirra beggja og braut á henni.

Við rannsókn á síma mannsins fundust tvö myndskeið af kynferðismökunum og játaði hann að hafa tekið þau upp án þess að afla til þess leyfis.

Maðurinn héld því fram fyrir dómi að hann hefði ekki vitað um aldur stúlkunnar, hann hefði talið að hún væri mun eldri en hún í rauninni var.

Dómari taldi hann hafa vitað um aldur stúlkunnar

Dómari kveð þá staðhæfingu mannsins, að hann hefði ekki vitað um eiginlegan aldur stúlkuna, ótrúverðuga.

„Þá hefði hann sérstaklega óskað henni til hamingju með þrettán ára afmælið, auk þess sem hann hefði alltaf verið að tala um hvað það væri skrýtið hvað hún væri ung því að hún liti út fyrir að vera eldri miðað við líkamlegan þroska. […] Faðirinn hefði í tvígang rætt við ákærða og varað við frekari samskiptum við brotaþola þar sem hún væri einungis 12 ára gömul.“

Ákærði hefði sjálfu kannast við viðvaranir föðurins, sem og kannaðist við að hafa þjálfað stúlkuna þegar hún var í barnaflokk.

„Þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að honum hafi verið kunnugt  um aldur stúlkunnar í greint sinn eða að minnsta kosti að hún væri undir 15 ára aldri.“

Var maðurinn dæmdur líkt áður segir, í þriggja ára fangelsi en auk þess var honum gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir í miskabætur.

Hér má lesa dóminn í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“