fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingar sprauta sig með ólöglegu brúnkulyfi: „Maður er bara svo háður þessu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 29. júní 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöglega lyfið Melanotan, sem gengur undir nafninu Barbí-lyf, er í umferð á Íslandi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Lyfinu er sprautað undir húð og veldur því að húðin dökknar. Ung kona sem ræddi við Morgunblaðið segir erfitt að hætta notkun lyfsins því það sé ávanabindandi.

Konan stígur fram í skjóli nafnleysis þar sem um ólöglegt lyf er að ræða. Hún er 23 ára gömul og hefur notað lyfið síðan hún var 14 ára gömul.

„Ég prófaði þetta fyrst í níunda bekk,“ segir konan í samtali við Morgunblaðið og segist hún hafa notað lyfið af og til síðan.

„Stundum fær maður það í hausinn að mann langi að verða geðveikt brúnn og þá setur maður þetta í sig. En stundum langar mig ekki að vera á þessu því mér verður svo óglatt og þá sleppi ég því.“

Hún frétti fyrst af lyfinu í gegnum vinkonu sína. Kærasti vinkonunnar notaði stera og seldu sterasölumennirnir sömuleiðis barbí-lyfið.

Konan segist sprauta sig með lyfinu með insúlínsprautu. Hún sprauti sig kannski fimm daga í röð til að ná fram þeirri brúnku sem hún sækist eftir og svo viðheldur hún litnum með sprauti á 1-2 vikna fresti.

„Ég er hætt núna; ég gerði þetta í tvær vikur og svo helst efnið í þér í þrjá mánuði.“

„Þetta er á svörtum markaði.[…] Maður fær bara eitthvert númer og hringir. Ég borgaði fimm þúsund fyrir glasið og það dugar í mánuð, en það er misjafnt hvað er rukkað fyrir þetta. Ég hef heyrt tölur upp í fimmtán þúsund.“

Konan segir mjög marga nota lyfið. Til að mynda séu þær þrjár til fjórar vinkonur sem eru að nota lyfið núna. Hún segist nota lyfið því henni hefur reynst erfitt að taka lit.  Aukaverkun sé aðallega ógleði . Hún segir mikilvægt fyrir fólk á hennar aldri að vera brúnn.

„Við erum alltaf að spá í það. Manni finnst maður sætari ef maður er brúnn. Maður getur alveg orðið pínu háður þessu og þá þarf maður að fara að passa sig. Svo getur maður fengið húðsvepp en ég veit ekki af hverju hann kemur. En maður er bara svo háður þessu.“

Morgunblaðið ræddi einnig við Jennu Huld Eysteinsdóttur, sérfræðing í húðlækningum.  Hún segir notkun lyfsins mikið áhyggjuefni.

Lyfið sé ólöglegt og því erfitt að meta hvaða áhrif það getur haft eða hvaðan það kemur. Þar að auki er ekkert gæðaeftirlit með ólöglegum lyfjum. „Fólk er að taka mjög mika áhættu“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“