Lögreglan hafði í nægu að snúast í morgun og voru 33 mál bókuðu á tímabilinu 5-11.
Starfsmaður verslunar í miðborginni óskaði eftir lögregluaðstoð eftir að verða fyrir kynferðislegri áreitni frá manni sem komi í búðina. Maðurinn var farinn þegar lögreglan kom og fannst ekki þrátt fyrir töluverða leit.
Aftur var óskað eftir aðstoð í verslun í miðbænum um klukkustund síðar en þar hafði aðili orðið uppvís af hnupli. Hann var handtekinn á staðnum, en reyndist í annarlegu ástandi svo hann fær að sofa úr sér í fangageymslu.
Nokkuð var um innbrot og eignaspjöll í Hlíðunum. Brotist var inn í hjólhýsi. Rúður voru brotnar í bifreið og brotist var inn í aðra bifreið og tekin þaðan ýmis verðmæti svo sem fartölva og heyrnartól.
Lögreglu barst kvörtun á sjöunda tímanum vegna öskrandi manns í miðbænum. Lögregla mætti á svæðið og hafði afskipti af manninum sem reyndist í annarlegu ástandi. Sagðist maðurinn hafa öskrað því hann væri ósáttur við ókurteist fólk í blokkinni. Hann samþykkti þó að hætta öskrinu eftir samtal við lögreglu.
Í breiðholti var lögregal kölluð út vega húsbrots, hótanna og líkamsárásar. Gerandi var handtekinn á staðnum og vistaður í fangageymslu en engar upplýsingar liggja fyrir um ástand brotaþola.
Tilkynnt var um eignaspjöll í Seljaskóla en engar frekar upplýsingar liggja fyrir.
Maður klessti á á tíunda tímanum og reyndi að komast af vettvanginum. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu og var handtekinn af lögreglu skömmu síðar. Er hann vistaður í fangageymslu grunaður um akstur undir áhrifum.