Slökkvilið var kallað út á níunda tímanum í morgun vegna elds í íbúðarhúsi á horni Stýrimannastígs og Ránargötu í Reykjavík. Talsverður viðbúnaður var á svæðinu en vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.
Slökkvilið er enn á svæðinu að reykræsta og tryggja vettvang. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins var húsið mannlaust og engan skaðaði.