Áttatíu mál komu á borð lögreglu frá klukkan 19:00 í gærkvöldi til klukkan 05:30 í nótt og sjö einstaklingar voru vistaðir í fangageymslu.
Nokkuð var um vandræði vegna ölvunar. Lögregla þurfti að hafa afskipti nokkrum aðilum sem voru til vandræða á skemmtistöðum í tveimur aðskildum útköllum, og tveimur aðilum sem voru með ólæti fyrir utan skemmtistaði í miðbænum. Ein stúlka var handtekin í afar annarlegu ástandi og var vistuð í fangageymslu þar til rynni af henni.
Karlmaður var handtekinn grunaður um líkamsárás í Kópavogi.
Kona var handtekin í Breiðholti og vistuð í fangageymslu sökum ölvunar. Hún neitaði að gefa upp nafn og hafði jafnframt í hótunum við lögreglu.
Í Breiðholti urðu þrír ungir drengir uppvísir af því að skemma bifreið. Var málið afgreitt með aðkomu foreldra og barnaverndar.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir og eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust jafnframt sviptir ökuréttindum.
Í Grafarholti hafði lögegla afskipti af mönnun sem voru að fljúga dróna. Þeim var veitt upprifjun um reglugerð sem gildir um drónaflug og skipað að hætta fluginu.