fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Druslugangan tjáir sig um málsókn Jóns Baldvins gegn dóttur sinni: „Við trúum Aldísi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. júní 2019 12:34

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Druslugangan sér sig knúna til að tjá sig vegna fregna af meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar á hendur Aldísi Schram, RÚV og Sigmari Guðmundssyni. Fyrst viljum við ítreka að við trúum Aldísi og öllum konunum sjö sem hafa stigið fram og ásakað Jón Baldvin um kynferðisofbeldi. Við trúum alltaf þolendum kynferðisofbeldis, hver sem gerandinn kann að vera. Þið eruð engar undantekningar þar á,“ segir í tilkynningu frá Druslugöngunni.

Tilefnið er fréttir af því að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hafi stefnt dóttur sinni, Aldísi, fyrir meiðyrði vegna ummæla hennar í morgunútvarpi RÚV. Aldís sakar föður sinn um kynferðisofbeldi og að hafa með vélabrögðum og samböndum inn í kerfið látið svipta sig sjálfræði.

Í tilkynningu  Druslugöngunnar segir enn fremur:

„Með aukinni umræðu um kynferðisofbeldi síðustu ár, hafa ofbeldismenn gripið til sinna ráða. Meiðyrðakærur eru orðnar helsta vopn gerenda til að þagga niður í þolendum sínum. Við sjáum þetta m.a. í nýlegri sakfellingu Hildar Lillendahl Viggósdóttur og Oddnýjar Aradóttur í Héraðsdómi. Við sem samfélag verðum að sýna í verki að við stöndum með þolendum.

Druslugangan fordæmir alla þöggunartilburði samfélagsins. Aldir þöggunar eru liðnar, þöggun verður ekki liðin áfram. Kynferðisofbeldi verður að ræða opinberlega.

Við druslur sættum okkur ekki við samfélag sem samþykkir kynferðisofbeldi með þöggun og aðgerðarleysi, sama hvort við séum þolendur, aðstandendur eða tengjumst göngunni á annan hátt.“

#Þöggun#MeToo#IBelieveHer#Konurtala#Druslugangan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu