fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Jón Baldvin stefnir dóttur sinni, Sigmari og RÚV

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. júní 2019 11:51

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur stefnt dóttur sinni, Aldísi Schram, fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni og RÚV, fyrir meiðyrði. Tilefnið er viðtal við Aldísi í Morgunútvarpinu á Rás 2 í janúar síðastliðnum.

Frá þessu greinir Stundin.

Þar kemur fram að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður gæti hagsmuna Jóns Baldvins í málinu. Aldísi er stefnt fyrir á annan tug ummæla en Sigmari er stefnt vegna fjögurra ummæla. Hver þessi ummæli eru nákvæmlega er ekki tilgreint.

Mál Jóns Baldvins var í deiglunni í byrjun árs en sjö konur stigu fram og sökuðu hann um kynferðislega áreitni. Þá sakaði Aldís hann um að hafa misnotað aðstöðu sína þegar hann var sendiherra í Bandaríkjunum og sent beiðnir um nauðungarvistun með bréfsefni frá sendiráðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu