Klukkan rúmlega 17:00 í gær var tilkynnt var um nokkra menn í deilum í bílastæðahúsi í miðbænum og var einn þeirra sagður vera með piparúða. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að nota piparúða á einn en enginn vildi tjá sig um hvað hafði gerst eða þiggja nokkra aðstoð.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þar einnig segir frá manni sem framdi skemmdarverk á slysadeild klukkan þrjú í nótt. Var hann ósáttur við bið eftir þjónustu. Ekki er sagt meira frá málinu.
Um miðnætti var tilkynnt um menn að slást við Kópavogslaug. Lögreglan fór á staðinn og ræddi þar við einn aðilann sem greinilega hafði verið í slagsmálum, með blóðnasir og ber að ofan. Hann vildi lítið tjá sig um hvað hafði gerst.
Klukkan rúmlega 22:00 í gærkvöld var tilkynnt um skemmdarverk í skóla í Árbænum. Þar var m.a. búið að brjótast inn í vinnuskúr og aka gröfu um svæðið og einnig var búið að aka vörubíl á girðingu.