fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Menn notuðu piparúða í átökum í bílastæðahúsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. júní 2019 11:20

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan rúmlega 17:00 í gær var tilkynnt var um nokkra menn í deilum í bílastæðahúsi í miðbænum og var einn þeirra sagður vera með piparúða. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að nota piparúða á einn en enginn vildi tjá sig um hvað hafði gerst eða þiggja nokkra aðstoð.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar einnig segir frá manni sem framdi skemmdarverk á slysadeild klukkan þrjú í nótt. Var hann ósáttur við bið eftir þjónustu. Ekki er sagt meira frá málinu.

Slagsmál við Kópavogslaug

Um miðnætti var tilkynnt um menn að slást við Kópavogslaug.  Lögreglan fór á staðinn og ræddi þar við einn aðilann sem greinilega hafði verið í slagsmálum, með blóðnasir og ber að ofan.  Hann vildi lítið tjá sig um hvað hafði gerst.

Klukkan rúmlega 22:00 í gærkvöld var tilkynnt um skemmdarverk í skóla í Árbænum.  Þar var m.a. búið að brjótast inn í vinnuskúr og aka gröfu um svæðið og einnig var búið að aka vörubíl á girðingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu