Blóðbankinn hefur undanfarnar vikur hvatt fólk til að mæta í blóðgjöf þar sem skortur er á blóði í öllum blóðflokkum.
Eliza Reid forsetafrú gaf blóð í dag og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.
„Vitið þið að konur eru bara 30 prósent af þeim sem gefa blóð? Það vantar alltaf blóð hjá Blóðbankanum og tekur enga stund. Hvet ykkur öll að gleyma ekki að mæta yfir sumarið ef þið getið því að blóðgjöf er lífgjöf.“
Á heimasíðu Blóðbankans má finna frekari upplýsingar um blóðgjafir.