Áströlsk stjórnvöld bíða svara frá yfirvöldum í Norður-Kóreu varðandi Alek Sigley, ástralskan skiptinema. Hann hefur ekki haft neitt samband við fjölskyldu sína síðan á þriðjudagsmorgun, sem þykir afar ólíkt honum.
Fjölskylda Alek getur lítið sagt um málið en hafa eftir stjórnvöldum að málið sé litið alvarlegum augum. Í frétt BBC kemur fram að stjórnvöld í Suður-Kóreu freisti þess nú að afla upplýsinga um málið.
Talið er að Alek hafi verið handtekinn, en ekki eru neinar tilgátur á lofti varðandi hvað gæti hafa valdi því. Seinustu áratugi hefur komið í ljós að stundum þarf ansi lítið til að lenda í vandræðum í Norður Kóreu.
Alek er 29 ára námsmaður sem hefur mikið lagt stund á asísk fræði og talar reiprennandi kóresku. Í Norður-Kóreu hefur Alek lagt stund á nám við Kim Il-sung-háskólann, en þar hefur hann sóst eftir masters-gráðu í kóreskum bókmenntum.
Ekki er algengt að erlendir nemendur fari til Norður-Kóreu til að stunda nám, en það eru um það bil 130 kínverskir nemendur sem fara til nágrannalandsins á hverju ári.