fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Vigdís: „Ég vorkenni Hallgrími fyrir þessi skrif“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. júní 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gefur ekki mikið fyrir pistil Hallgríms Helgasonar rithöfundar um framgöngu hennar í Kastljósi í gærkvöld og meint einelti hennar gegn Helgu Björg Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra hjá borginni. Vigdís segir að sannleikurinn víki fyrir lygi og dylgjum í skrifum Hallgríms og segist hún vorkenna honum fyrir þessi skrif.

Eins og kom fram í frétt fyrr í dag DV um málið áfellist Hallgrímur Vigdísi fyrir að hafa birt meint trúnaðargögn um málið á Facebook-síðu sinni en Vigdís hefur bent á að gögnin hafi ekki lengur verið trúnaðargögn eftir að þau voru opinberuð henni. Hallgrímur segir að einelti Vigdísar gegn starfsmanninum hafi meðal annars verið fólgið í miklum fjölda neikvæðra athugasemda á Facebook um Helgu Björg og störf hennar, auk þess að hún hafi vegið að henni í viðtölum.

Pistil Hallgríms má lesa í fyrri fréttinni.

Segir Dag rúinn trausti

Er DV bar skrif hans undir Vigdísi svaraði hún svo:

„Ég hef sagt allt sem segja þarf í þessu máli og fer ekki niður á sama plan og meirihlutinn og einarðir stuðningsmenn Dags B. Eggertssonar. Ég vorkenni Hallgrími fyrir þessi skrif þar sem sannleikurinn víkur fyrir lygi og dylgjum. Hann styður borgarstjóra í blindni sama hvað málstaðurinn er vondur. Allir vita að Dagur er rúinn trausti til þess að gegna embætti borgarsjóra. Eigi fólk eitthvað vantalað við mig í þessu ímyndaða eineltismáli þá er löglega leiðin að fara með málið fyrir dómstóla. Meira hef ég ekki um málið að segja nema það að ég er að athuga réttarstöðu mína í samráði við lögmann sem hefur lagt borgina fyrir dómi í sambærilegu máli – punktur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu