fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Segir Dag leyna svartri skýrslu um grunnskóla borgarinnar – Börn glíma við höfuðverk, ógleði, slappleika og grátköst

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 25. júní 2019 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, gagnrýnir viðbragðsleysi borgarstjórnar við slæmum aðstæðum nemenda við skólann. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, telur borgarstjóra vísvitandi leyna svonefndri fimmskólaskýrslu sem greini frá óásættanlegum loftgæðum fimm skóla á höfuðborgarsvæðinu. Skólarnir fimm sem um ræðir eru Hagaskóli, Melaskóli, Austurbæjarskóli, Laugarnesskóli og Háteigsskóli.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

 

„Ég hef séð sláandi lista yfir vanlíðan unglinga í Hagaskóla vegna lélegra loftgæða í skólanum og gef lítið fyrir skýringar borgarstjóra að minnihlutinn fái ekki að sjá fimmskólaskýrsluna vegna þess að hún sé hluti af fjárfestingaráætlun, segir Kolbrún í samtali við Morgunblaðið. Grunnskólabörnum sé skylt að mæta í skólann og það hljóti að vera eðlileg krafa að þau geri slíkt í viðunandi aðstæðum. „Það lítur út fyrir að það sé verið að fela eitthvað.“

Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, greinir svo frá að strax árið 2007 þegar hún tók við skólastjórastöðunni hafi hún bent á að rífa þyrfti átta stofur við skólann og byggja við hann. Síðan hefur liðið rúmur áratugur, en ekkert gert.

Nú er svo komið að fjöldi foreldra nemenda við Hagaskóla hefur sett sig í samband við skólann og gert grein fyrir vanlíðan og veikindum barna sinna.

Hagaskóli er skóli í vesturbæ Reykjavíkur fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Ingibjörg segir að nemendur hennar eigi ekki að líða fyrir það að búa í Vesturbæ:

„Borgin slær um sig og talar um að ef byggður væri nýr skóli í Skerjafirði þá muni nemendum í Hagaskóla fækka en bygging skóla tekur einhver ár.“

Ingibjörg hefur margreynt að fá áheyrn borgarstjóra til að greina frá aðstæðum og óska eftir úrbótum. En án árangurs.

Samkvæmt upplýsingum frá foreldrum glíma nemendur sem sækja nám í þeim skólastofum sem verst er komið fyrir, við höfuðverk, slappleika, uppköst, mígreni og jafnvel grátköst.

Hér má líta nokkrar kvartanir sem Hagaskóla hafa borist frá foreldrum:

„Dóttir mín, ** í 8. ** hefur verið mikið slöpp síðastliðinn vetur. Hún er með mígreni og hefur það aldrei hrjáð hana jafn mikið og síðan hún byrjaði í Hagaskóla. Hún fór hress í skólann á morgnana en kom iðulega heim til að taka mígrenislyf í hádeginu. Ég er alveg viss um að það er eitthvað í loftinu í skólanum sem hefur haft slæm áhrif.“

„Ég á ** í 8. bekk og hefur hann sem aldrei fyrr verið að glíma við þreytu, höfuðverk og óskilgreindan slappleika í vetur og oft fengið að koma fyrr heim  úr skólanum. Við höfum verið að fara yfir þetta því hér er  um að ræða dreng sem líklega missti úr skóla einn eða 2 daga vegna veikinda – öll árin.“

„Það er ótvírætt að húsnæðið hefur valdið dóttir minni, ** í 8. ** óþægindum. Í haust, stuttu eftir skólabyrjun, skrifaði ég ** um að henni liði illa í skólastofunni vegna loftleysis. Nú í vor var það enn verra, hún var með  höfuðverk, oftar en ekki, ógleði og slappleika. Fór heim a.m.k. einu sinni úr skóla fyrr út af óþægindum, og fannst oft erfitt að einbeita sér síðustu tímana. þetta var aðeins skárra í vetur þegar kaldara var. Hvar verða 9. bekkirnir næsta vetur og er ástandið í lagi þar?“

„Vildi ég láta vita af syni mínum ** í 8. **. Hann er með þekkt mígreni en síðustu önn hefur hann ítrekað þurft að fara fyrr úr skólanum vegna höfuðverkja sem er óvenjulegt fyrir hann þar sem hann hefur yfirleitt fengið mígreni seinni part dags eða á kvöldin og einnig hafa köstin aukist frá því um áramót. Við erum að fara að hitta taugalækni ** i næstu viku og mun ég spyrja hann hvort slæm loftgæði gætu valdið þessari versnun á mígreninu.“

Nýlega gerði Vinnueftirlitið úttekt á skólanum og var niðurstaðan slæm. Borginni hefur verið gefinn frestur til 1. október til að gera úrbætur á átta stofum þar sem loftgæði hafa mælst slæm tvö ár í röð. Ingibjörg vonast eftir því að borgin hafi samband í kjölfar skýrslunnar, því hún er búin að leita allra aðra leiða til að ná til eyrna borgarstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum