fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Haukur vill geta skilið veskið heima – Lögreglan segir að lögin gefi enga undanþágu

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 24. júní 2019 22:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greiðsluþjónustan Apple Pay varð nýverið aðgengileg hér á landi og hafa margir lýst yfir ánægju sinni með þægindin sem henni fylgir. Apple Pay gerir notendum sínum kleift að borga í posum með iPhone símanum sínum.

Haukur Bragason er ánægður með Apple Pay því þá þarf hann ekki að ganga um með kort á sér því það er bara í símanum. Þrátt fyrir það að þurfa ekki lengur að hafa kortið á sér þá getur Haukur ekki geymt veskið heima.

Ástæðan fyrir því er sú að maður verður að hafa ökuskírteinið sitt á sér við akstur, annars er hætta á að maður fái sekt.

„Það væri ekkert mál að fletta upp á 2 sekúndum hvort maður sé með bílpróf eða ekki“

Sagði Haukur í Twitter færslu sinni.

Lögreglan svaraði Hauki á Twitter

„Umferðarlögin gefa enga undanþágu. Ökuskírteinaskráin (kerfið) bilar eins og hvað annað og þá dugar bara skírteinið. Svo er þetta líka löggilt skilríki.“

Lögreglan sagði að umferðarlögin gæfu enga undanþágu en þá benti Haukur á að lögreglan hafi nú verið að gefa undanþágur í umferðinni fyrir stuttu.

„Umferðarlögin gefa enga undanþágu nema á nagladekkjum, meinarðu?“

Haukur vísar þannig í undanþágurnar á lögum um nagladekk en málið var mikið í umræðunni í byrjun sumars.

Twitter færsluna hans Hauks má lesa hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu