fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Stórfurðulegt háttalag ökumanns – Dansaði undir stýri og bíllinn rásaði út um allt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. júní 2019 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stórundanlegt aksturslag bifreiðar vakti athygli lögreglumanna á Suðurnesjum þegar þeir voru við hefðbundið eftirlit í fyrrakvöld. Bifreiðinni var ekið kantanna á milli, rásandi út um allan veg, í átt að flugstöðinni. Ökumaðurinn sveiflaði höndunum ákaft og var með aðra út um gluggann bílstjóramegin,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Maðurinn gaf lögreglunni þær skýringar á aksturslagi sínu að hann hafi verið að dansa við tónlist sem hann hlustaði á á meðan hann keyrði. Brást hann illa við athugasemdum lögreglunanr og var erfitt að ræða við hann. Hann róaðist þó þegar honum var komið í skilning um að hann ætti að hafa hendur á stýri í akstri því annað gæti skapað mikla hættu í umferðinni. Ók hann svo prúður á brott með báðar hendur á stýri.

Miðað við þetta virðist maðurinn hafa verið alsgáður þar sem lögreglan handtók hann ekki og leyfði honum að halda áfram akstri en um það segir ekkert í tilkynningunni.

Þá segir einnig í sömu tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum að bíll valt á Djúpavatnsleið á Suðurnesjum í fyrradag. Þrennt var í bílnum og sluppu þau ómeidd. Ökumaðurinn hafði verið að aka upp brekku og hemlað með þeim afleiðingum að bíllinn rann út af og valt. Ekkert tjón varð á bílnum en hann sat kyrfilega fastur í aur utan vegar og þurfti dráttarbíl til að ná honum upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra