fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Vilja tryggja málfrelsi hugrakkra kvenna og jaðarsetts fólks: „Réttarkerfinu sjálfu er beitt sérstaklega gegn þeim“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 21. júní 2019 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söfnun er nú hafin á Karolinafund fyrir Málfrelsissjóð, sjóð sem hefur verið stofnaður til að vera bakhjarl hugrakkra kvenna og jaðarsetts fólks sem sakað er um rangar sakargiftir eða meiðyrði. Sjóðurinn kemur í kjölfar dóma þeirra er féllu á dögunum gegn baráttukonunum Hildi Lilliendahl Viggósdóttur og Oddný Arnardóttur fyrir meiðyrði. Stofnendur eru baráttukonurnar Sóley Tómasdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Anna Lotta Michaelsdóttir og Helga Þórey Jónsdóttir.

Hildur og Oddný voru sakfelldar fyrir ummæli sem þær létu falla opinberlega um tvo karlmenn sem voru sakaðir um nauðgun. Fjölmiðlar höfðu greint frá því að mennirnir tveir hefðu framið brot sín í íbúð sem var sérútbúin fyrir kynferðisbrot, og vakti fréttaflutningurinn mikla reiði. Mennirnir tveir voru þó aldrei sakfelldir fyrir meint brot og höfðuð í kjölfarið meiðyrðamál vegna ummæla þeirra Hildar og Oddnýjar.

Í tilkynningu frá stofnendum Málfrelsissjóðs segir:

„Nú þegar raddir þolenda og krafan um réttlæti verður sífellt hærri aukast varnarviðbrögð samfélagsins jafnt og þétt. Þolendur leggja mannorð sitt að veði með opinberri umræðu um reynslu sína, enda er dregið markvisst úr trúverðugleika þeirra og upplifunum. Þær fáu konur sem treysta sér í að kæra uppskera sjaldnast árangur erfiðis síns og nú er svo komið að réttarkerfinu sjálfu er beitt sérstaklega gegn þeim, ýmist með ákærum um rangar sakargiftir eða meiðyrði.“

Kynferðisbrot eru erfiður málaflokkur innan dómskerfisins þar sem oft stendur orð á móti orði. Sökum meginreglunnar um að allan vafa beri að túlka sakborning í hag getur því reynst gífurlega erfitt fyrir ákæruvaldið að ná fram sakfellingu. Í kjölfar sýknu leitast sakborningar í slíkum málum oft eftir því að endurheimta æru sína með kæru fyrir rangar sakargiftir, eða meiðyrði.

Samkvæmt tilkynningu Málfrelsissjóðs getur óttinn við slíkar kærur komið í veg fyrir að þolendur og baráttufólk fyrir kvenfrelsi tali  um kynbundið ofbeldi opinberlega. Það sé skýlaus krafa sjóðsins að réttarkerfið sinni sínu hlutverki, að standa vörð um almannahagsmuni og tryggja að fólk njóti friðar og friðhelgi einkalíf, í stað þess að það taki þátt í að þagga niður í konum.

„Markmiðið er að sjóðurinn muni geta staðið undir málsvarnarlaunum og mögulegum bótum sem kunna að vera dæmd vegna umræðna um kynbundið ofbeldi og nauðgunarmenningu. […] Með stofnun sjóðsins byggjum við upp bakhjarl fyrir hugrakkar konur og jaðarsett fólk sem tryggir að möguleg viðbrögð samfélagsins hafi ekki áhrif á fjárhagsstöðu þeirra itl viðbótar við annað andlegt og tilfinningalegt álag sem slíku fylgir.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki