fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Hún hefur heimsótt öll lönd heimsins – Þetta sagði hún um Ísland

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. júní 2019 15:12

Taylor var mjög hrifin af Íslandi. Mynd: trekwithtaylor.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engum ofsögum sagt að hin 24 ára Taylor Demonbreun sé mikil ævintýramanneskja. Á undanförnum átján mánuðum hefur Taylor ferðast um allan heim – í bókstaflegri merkingu – og heimsótt öll 193 fullvalda ríki heimsins.

Taylor er búsett í Flórída en eftir útskrift frá Vanderbilt-háskólanum árið 2017 skellti hún sér í heimsreisu. Og þann 10. Júní síðastliðinn fékk hún viðurkenningu frá heimsmetabók Guinness. Varð hún sú yngsta til að heimsækja öll löndin og sú fljótasta. Til viðbótar við þessi 193 ríki heimsótti hún Vatíkanið og Taipei.

Í viðtali við New York Post segist hún ávallt hafa reynt að finna ódýrustu flugfargjöldin. Áætlar hún að ferðalagið hafi kostað 70 þúsund Bandaríkjadali, 8,7 milljónir króna.

Það er kannski ánægjulegt fyrir okkur Íslendinga að vita til þess að Taylor talar fallega um Ísland, segir raunar að Ísland hafi verið annað af tveimur ríkjum sem virkilega stóðu upp úr. „Ísland var stórfenglegt – og Singapúr líka þar sem mig hafði alltaf langað að ferðast þangað,“ segir hún.

Þeir sem hafa áhuga á að leika sama leik og Taylor og skella sér í heimsreisu þurfa að hafa nokkur atriði í huga, segir hún. Hún segir að mikilvægt sé að hafa alla pappírsvinnu á hreinu og gæta þess að hafa vegabréfsáritun þegar þess þarf. Hún segir að næsta verkefni sé hugsanlega að skrifa bók um þetta mikla ævintýri.

Hægt er að lesa um upplifun hennar af Íslandi á bloggsíðu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn