fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Var það Óla Jó að kenna að umræðan um Hannes fór úr böndunum?: „Á endanum springur þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, besti markvörður í sögu Íslands hefur verið mikið í fréttum síðustu daga. Hannes fékk frí hjá Val síðustu helgi, vegna meiðsla. Sökum þess gat hann farið í brúðkaup aldarinnar, á Lake Como. Þar gengu Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir í það heilaga.

Mikið hefur verið rætt og ritað um málið, sumir héldu því fram að ákvæði um þetta væri í samningi Hannesar við Val. Hannes tjáði sig um málið við fjölmiðla eftir tap Vals gegn KR í gær, þar sem markvörðurinn hafði náð heilsu á ný.

Smelltu hér til að sjá viðtalið við Hannes

Viðtalið var afar kröftugt og svaraði Hannes hressilega fyrir sig. Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður telur að Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hefði getað stoppað það að umræðan færi úr böndunum, á laugardag.

,,Svo kemur þessi leikur við ÍBV, pakka honum saman. Þá kemur viðtalið við Óla Jó, þar gerði Óli Jó, Hannesi ekki neina greiða,“ sagði Tómas í Innkastinu á Fótbolta.net. Valur vann ÍBV á laugardag, þar var Hannes fjarverandi an Anton Ari Einarsson stóð vaktina í markinu.

,,Með svörum hans, sem ég sá í Pepsi Max-mörkunum. Það vakti upp miklu meiri grunsemdir, fólk var að spyrja og halda fram einhverju. Fólk var búið að búa til að Óli Jó væri ósáttur, að þetta væri í samningi hans. Þess vegna, svaraði hann þessu svona. ´Ég veit ekki hvernig þetta virkar´. Sagði hann oft, þarna hefði Óli Jó á einhvern hátt getað, stoppað þetta.“

Tómas segir að umræðan hafi haldið áfram vegna þess að viðtalið við Ólaf vakti upp grunsemdir.

,,Af því að hann gerði það ekki, þá heldur þetta áfram. Það kemur sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur. Áfram heldur íslenska slúðurlestin að fara af stað. Á endanum springur þetta í dag, með þessum pælingum að þetta hafi verið í samningi hans. Það kemur að suðupunkti hjá Hannesi, þetta varð snjóbolti sem hætti aldrei að rúlla. Óli Jó, hefði getað hægt á þessum snjóbolta, með skýrari svörum. Hannes er búinn að jarða þetta núna.“

Umræðuna af Fótbolta.net má heyra hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís eina spurningamerkið

Glódís eina spurningamerkið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Í gær

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta