fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 18:45

Helga Dögg Sverrisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Dögg Sverrisdóttir kennari liggur undir þungri gagnrýni vegna skrifa sinna um grunnskólanemendur. Í dag birtist ályktun frá Jafnréttisnefnd KÍ þar sem málflutningi hennar er mótmælt. Stundin vekur athygli á þessu en blaðið hefur áður farið yfir greinaröð Helgu Daggar á Kjarnanum. Í greinum sínum hefur Helga Dögg haldið því fram að nemendur beiti kennara ofbeldi og að þeir ljúgi ofbeldi upp á kennara sína, líkamlegu og kynferðislegu. Helga Dögg hefur ekki lagt fram gögn til að styðja mál sitt. Fram kemur í frétt Stundarinnar að Ragnar Þór Pétursson, formaður Kenntarasambandsins, segist vonast til að Helga Dögg leggi fram gögn til stuðnings máli sínu.

Ályktun jafnréttisnefndar Kennarasambandsins um skrif kennarans er eftirfarandi:

Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands mótmælir málflutningi Helgu Daggar Sverrisdóttur grunnskólakennara í Kjarnanum 31. maí síðastliðinn um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara. Nefndin telur málflutning kennarans vera þess valdandi að grafa undan trausti nemenda og forráðafólks til kennara og skólakerfisins. Umræddur málflutningur er illa rökstuddur og gengur í bága við skyldur skólakerfisins við barnavernd og þá frumskyldu kennara að valdefla nemendur, virða þá og vernda. Nauðsynlegt er að samfélagið í heild hjálpist að við að bjóða ungu fólki upp á góð uppeldisskilyrði þar sem hlúð er að siðferðisvitund og virðingu. Ef upp koma alvarleg mál er mikilvægt að verkferlar séu skýrir og allir, starfsfólk skóla, forráðafólk og nemendur þekki hvernig beri að bregðast við.

F.h. jafnréttisnefndar,
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir forkona

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“