fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Náttúruspjöllin á Helgafelli tilkynnt til lögreglu: „Vinsamlegast slepptu því að rita nafnið þitt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfisstofnun hefur tilkynnt náttúruspjöllin sem unnin voru á Helgafelli á dögunum til lögreglu. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar.

Eins og DV greindi frá í gær var Maríu Elíasdóttur brugðið þegar hún fór á Helgafell á dögunum. Búið var að rita nöfn og önnur tákn, til dæmis reðurtákn, í mjúka móbergsklöppina.

„Það er eins og að hér hafi verið hópur að verki, þar sem þetta er heilmikil vinna,“ sagði María í samtali við DV.

„Svona áletrarnir eru skýrt brot á náttúruverndarlögum og gríðarleg vanvirðing gagnvart náttúru landsins, enda skilja brotin eftir sig skemmdir sem getur tekið veður og vinda tugi eða hundruð ára að afmá. Það sem verra er, svona athæfi geta virkað sem hvatning fyrir aðra til að gera slíkt hið sama. Umhverfisstofnun hefur tekið náttúruspjöllin við Helgafell til meðferðar og hefur tilkynnt brotin til lögreglu. Þá lýsir Umhverfisstofnun áhyggjum af utanvegaakstri og óvirðingu við náttúru landsins sem fjallað hefur verið um síðustu vikur,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar.

Þá segir að náttúruspjöll séu lögbrot sem sæta viðurlögum. Hvetur stofnunin ferðalanga til að halda vöku sinni og tilkynna brot.

„Hjálpumst að við að halda náttúru okkar óspilltri. Ef það er ekki gestabók á fjallstindinum sem þú toppaðir, vinsamlegast slepptu því að rita nafnið þitt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“