fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Alexandra segir Sigmund Davíð koma úr skápnum sem illmenni: „Fyrirlítur fólk eins og mig“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2019 10:53

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem, formaður Pírata í Reykjavík og transkona, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, vera að koma úr skápnum sem illmenni. Ástæðan er að Sigmundur Davíð er sagður hafa krafist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá.

Alexandra segir í færslu í Pírataspjallinu að hún hafi oft áður komið Sigmundi til varnar. „Ok, ég hef oft haft margt að segja um Sigmund Davíð…yfirleitt ekkert sérstaklega gott, enda finnst mér hann rosalega lélegur, en ég hef samt einstaka sinnum tekið upp hanskann fyrir hann líka, t.d. þegar fólk gerði grín að honum fyrir að vera feitur, fyrir að vera í ósamstæðum skóm að hitta Obama og þegar fólk var að hæðast að honum fyrir að sækja sér kökusneið,“ lýsir Alexandra.

Formaður Pírata í Reykjavík

Hún segist hafa vonast til að á Íslandi væri enginn flokkur sem setti sig upp á móti réttindum transfólks. „Og hingað til hef ég getað sagt, með bros á vör, að á Íslandi værum við svo vel á veg komin að meira að segja íhaldssömustu flokkar væru ekki að setja sig upp á móti réttindum transfólks. En það var víst ekki rétt. Hann hefur í gegnum tíðina gert og sagt ýmislegt heimskulegt, óheiðarlegt og slæmt. En þetta nýjasta útspil hans er ekkert annað en illgirni. Hingað til gat ég trúað því upp á hann að hann væri bara í einhverjum eigin heimi með einhverja mjög skrítna sýn á eigið ágæti og eigin hugmyndir, en ekki lengur,“ segir Alexandra.

Hún velti því fyrir sér hvað liggur að baki. „Að hann skuli voga sér að ætla að krefjast þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði verði tekið af dagskrá er ekki hægt að skýra með öðrum hætti en illkvittni gagnvart transfólki,eða mögulega viljanum til að ganga í augun á fólki sem fyrirlítur fólk eins og mig. Hvort sem er, þá er mér sama,“ segir Alexandra.

Alexandra segist enn fremur vilja vita afstöðu Miðflokksmanna í borgarstjórn. „Ef þetta er það sem Miðflokkurinn stendur fyrir, þá er ég hætt að vera kurteis. Mér þætti gaman að vita hvort kjósendur hans og stuðningsmenn, og meðflokksmenn hans, eru sammála því að ég eigi ekki að mega skilgreina eigið kyn. Alveg sérstaklega þætti mér áhugavert að heyra hver skoðun Miðflokksfólksins í borgarstjórn er á því. Það er ekki endalaust hægt að gefa fordómum undir fótinn án þess að þurfa að standa skil á því,“ segir Alexandra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi