fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Fréttir

Færri Íslendingar með aðild að Costco

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júní 2019 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim Íslendingum sem eru með aðildarkort í Costco hefur fækkað talsvert ef marka má nýja könnun MMR. Í janúar 2018 sögðust 71 prósent landsmanna vera með aðildarkort í Costco en miðað við nýja könnun MMR eru 53 prósent landsmanna nú með virkt aðildarkort í Costco.

Costco opnaði hér á landi sumarið 2017 og var nánast fullt út úr dyrum fyrstu vikurnar eftir opnun. Þó að færri séu með aðildarkort nú en áður virðast þeir sem eru með kort áfram ætla að vera trúir fyrirtækinu.

„Á sama tíma og þeim hefur fækkað sem eru með virkt Costco aðildarkort hefur hlutfall þeirra sem hyggjast endurnýja kortið aukist. Hyggjast nú 78% þeirra sem hafa virkt aðildarkort endurnýja kortið þegar þar að kemur samanborið við 60% í janúar 2018,“ segir í tilkynningu MMR.

Fólk á aldrinum 30-49 ára (62%) og 50-67 ára (60%) reyndist líklegra en fólk í öðrum aldurshópum til að hafa virkt Costco aðildarkort. Þá reyndist fólk á aldrinum 50-67 ívið líklegra en aðrir til að ætla að endurnýja Costco aðild sína eða 85%.

Þá reyndust höfuðborgarbúar, 58 prósent, líklegri til að vera með Costco-aðildarkort heldur en íbúar landsbyggðarinnar (42%) en hlutfall þeirra sem hugðust endurnýja aðildina var nokkuð jafnt eða tæp 80% bæði hjá höfuðborgarbúum og íbúum landsbyggðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Líkfundur á Reynisfjalli í gærkvöldi

Líkfundur á Reynisfjalli í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi
Fréttir
Í gær

Ísbjörninn á Hornströndum felldur

Ísbjörninn á Hornströndum felldur
Fréttir
Í gær

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum
Fréttir
Í gær

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns