fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Félag Guðbjargar hagnaðist um rúman milljarð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júní 2019 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestingafélag Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu hennar, ÍV fjárfestingafélag, hagnaðist um ríflega einn milljarð á síðasta ári. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag en vísað er í nýlegan ársreikning félagsins fyrir síðasta ár. Félagið fer með 89 prósenta hlut í Ísfélagi Vestmannaeyja.

Hagnaðurinn jókst um 410 milljónir króna frá fyrra ári og átti félagið eignir upp á 15,6 milljarða króna í lok síðasta árs.

Þá kemur fram að félagið hafi greitt móðurfélagi sínu, Fram, 428 milljónir króna í arð á síðasta ári. Árið 2017 námu arðgreiðslurnar 3,3 milljörðum króna. ÍV fjárfestingafélag á meðal annars hluti í Símanum og Tryggingamiðstöðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“