fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingar hafðir af fíflum – Ólafur Jóhann sagður græða á tá og fingri á Bitcoin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2019 14:30

Dæmi um falsfrétt. Mynd: Skjáskot af Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varað er við falsfréttum á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Facebook, í nýrri frétt á vef Valitor. Facebook-notendur hafa væntanlega tekið eftir alls kyns færslum þar sem þekktir Íslendingar eru sagðir hafa hagnast vel á viðskiptum með Bitcoin. Þetta er hins vegar ekki rétt, eins og kemur fram á vef Valitor. DV hefur áður sagt frá slíkum svikamyllum en rithöfundurinn landsþekkti, Ólafur Jóhann Ólafsson, virðist vera nýjasta fórnarlamb falsfréttanna.

„Falsfréttir hafa gengið á helstu samfélagsmiðlum, sérstaklega Facebook undanfarna daga. Þar er látið sem þekktir Íslendingar segja frá því í viðtali, hvernig þeir á að hafa hagnast á Bitcoin viðskiptum. Í framhaldinu eru lesendur hvattir til þess að leggja fé inn á ákveðna fjárfestingu með greiðslukortum sínum. Þessar falsfréttir hafa birst í nokkrum útgáfum með mismunandi myndum af viðkomandi einstaklingi,“ stendur í fréttinni og bætt við að til séu dæmi um að fólk láti blekkjast.

„Því miður eru alltaf einhverjir sem falla fyrir svikapóstum og falsfréttum sem þessum. Þeir sem gefa upp kortaupplýsingar ásamt öryggisnúmeri, sem þeir fá sent sem sms í símana sína, eiga á hættu að tapa peningunum þar sem bakfærsluréttur er ekki tryggður á slíkum færslum.“

Starfsmenn Valitor biðja landsmenn um að hafa varann á þegar að kemur að slíkum falsfréttum.

„Fólki er eindregið ráðlagt að falla ekki fyrir þeim gylliboðum sem felast í þessum falsfréttum. Sérstaklega ber að varast „fjárfestingatækifæri“ sem hljóma of vel til að vera sönn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram