fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fangi íslenska kerfisins: Vill miklu frekar fara til Nepal en vera áfram á Íslandi – „Ég vil ekki vera hérna lengur, mig langar bara heim“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 14. júní 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Purushottam Gmirhe flutti til Íslands frá Nepal fyrir fimm árum.  Hann á rétt á ótímabundnu dvalarleyfi eftir nokkra mánuði en vegna raða atvika er hann nú í þeirri stöðu að hafa fengið nóg af íslenska kerfinu, en er þó fastur hér og kemst ekki heim.

Gekk í hjónaband

Purushottam, eða Puru eins og hann er vanalega kallaður, kom til Íslands á vegum sjálboðaliðasamtaka árið 2014.  Þegar sjálfboðavinnunni lauk ákvað hann að staldra við og finna sér launaða vinnu. Hér hefur hann búið allar götur síða. Alltaf með fullgilt atvinnu- og dvalarleyfi, alltaf með tekjur og greiddi skatta.

Vandamál Puru, eins og hann er kallaður, hófust fyrir alvöru eftir að  hann gekk í hjónaband og kona hans kom til landsins. Eiginkona hans er líka frá Nepal og því þurftu þau að sækja um dvalarleyfi fyrir hana. Umsókninni var synjað á þeim grundvelli að Puru hefði ekki rétt á fjölskyldusameiningu á grundvelli dvalarleyfis síns. Dvalarleyfið fékk hann á grundvelli atvinnuleyfis vegna skorts á starfsfólki, en hann hefur haft slíkt leyfi í öllum sínum vinnum þau ár sem hann hefur búið hér.

Þetta sættu hjónin sig ekki við, enda vilja þau vera saman.  Puru var þá bent á að sækja um nýtt atvinnuleyfi, í þetta skiptið á grundvelli sérfræðiþekkingar. Þá hefði hann rétt til fjölskyldusameiningar, og hægt væri að taka umsókn konu hans til greina. Puru gerði eins og honum var sagt, sótti um nýtt atvinnuleyfi á nýjum grundvelli, og um dvalarleyfi fyrir sig og eiginkonuna. En öllum umsóknunum var hafnað. Kerfið sagði nei. Í bréfi sem eiginkona hans sendi til að áfrýja ákvörðuninni hvað hana varðaði segir:

„Við erum í hjúskap og eigum því rétt, samkvæmt lögum, að vera ekki sundrað. Það eru ekki nema örfáir mánuðir þar til eiginmaður minn geti sótt um ótímabundið dvalarleyfi sem gefur heimild fyrir fjölskyldusameiningu.“

„En auðvitað þá gekk það ekki upp og manninum mínum synjað um það leyfi enda starf hans bundið við skort á starfsfólki. Það yrði ógerningur fyrir mig að ferðast aftur til míns heima bara til þess eins að sækja um nýja ferðaheimild til að koma aftur til landsins. Auk þess þá hef ég lagt inn umsókn í Háskóla Íslands fyrir mastersnámi og mun ég því koma til með að geta aflað dvalarleyfis á þeim grundvelli. Það er þó ekki ástæðan fyrir því að ég sé hér á landi heldur er það því eiginmaður minn er hér og þar sem hann er á ég heima.“

Í samtali við blaðamann staðfesti starfsmaður Útlendingastofnunnar að vissulega væri það svo að skortur á starfsfólki veitti erlendum einstaklingum ekki rétt á fjölskyldusameiningu.

„Dvalarleyfið getur hins vegar verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis en til þess að eiga rétt á því þurfa umsækjendur að hafa dvalið á landinu í fjögur ár, á dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis, að uppfylltum öðrum skilyrðum einnig.“

Sagt að hætta í vinnunni

Á sama tíma komst það upp að þáverandi vinnuveitandi Puru hafði ekki staðið skil á gjöldum í lífeyrissjóð og í stéttarfélag. Puru segir að þegar þetta hafi komið upp þá hafi Vinnumálastofnun sagt honum að vinna ekki meira fyrir það fyrirtæki, heldur finna aðra vinnu. Puru hætti því í vinnunni.

„Ég missti vinnuna. Ég veit ekki af hverju en þeir sögðu mér hjá Vinnumálastofnun að ég ætti ekki að vinna fyrir þetta fyrirtæki.“  

Þetta var ekki í fyrsti vinnuveitandi Puru til að brjóta gegn réttindum hans með einhverjum hætti. Árið 2017 leitaði hann til Eflingar út af vinnuveitanda sem hafði ekki greitt honum krónu og í kjölfarið sendi Efling kröfu vegna vangreiddra launa á vinnuveitandann sem hljóðaði upp á rúmlega 6,6 milljónir króna.

„Ég endaði með að fá greiddar 1,2 milljónir sem voru greiddar út í tveimur greiðslur. Ég veit ekki af hverju ég fékk ekki alla fjárhæðina. Ef ég fengi restina þá væri ég bara tilbúinn að fara aftur heim til Nepal.“

Þarna var þá Puru staddur, atvinnulaus, og ekki með dvalarleyfi fyrir eiginkonu sína, og nýjasta umsókn hans um atvinnu- og dvalarleyfi enn í vinnslu. Síðan hafa liði tveir mánuðir og staðan óbreytt, nema nú eru varasjóðir hans búnir og þau hjónin í þeirri stöðu að langa einfaldlega bara aftur til Nepal, þau hafa gefist upp á flækjustigi kerfisins.

Fastur á Íslandi

Fyrir einstaklinga frá Nepal er mikið flóknara að ferðast um Schengen-svæðið heldur en fyrir Íslendinga. Þeir þurfa að verða sér út um ferðaáritanir,  jafnvel bara til að fá að millilanda í Schengen-ríki.  Til að fá ferðaáritun þarf að leggja fram ítarleg gögn, svo sem dvalarleyfi, staðfestingu á lokaáfangastað, staðfestingu um að eiga nægilega mikinn pening, upplýsingar frá vinnuveitanda um að viðkomandi eigi afturkvæmt í starf, upplýsingar um fjölskylduhagi, nýlega mynd, nýlegt vegabréf með nægilega mörgum auðum blaðsíðum, svo dæmi séu tekin.

Puru hefur engin gögn nema vegabréfið sitt í dag, sem dugar ekki til að koma honum heim. Hann er því nauðbeygður að bíða afgreiðslu umsóknar sinnar, fyrr segist hann ekki geta ferðast. Hann er orðinn afar þreyttur á ástandinu og skilur ekki hvað er að taka svona langað tíma.

„Þetta er að gera útaf við mig andlega, ég er orðinn svo þreyttur.“  

Hann þarf að greiða fyrir hverja umsókn og síðast greiddi hann aukalega fyrir flýtimeðferð sem átti að tryggja að umsóknin fengist afgreidd á innan við mánuði. Þrátt fyrir það eru í dag að verða komnir þrír mánuðir síðan hann skilaði henni inn.

„Ég hef borgað 90 þúsund aukalega til Útlendingastofnunar bara á þessu ári. En samt er ég í þessari stöðu og ekkert að gerast. “  

Þessi bið tekur mikið á þau hjónin þar sem fjárhagsstaðan fer síversnandi. Þau geta ekki lengur staðið við skuldbindingar sínar eins og varðandi húsaleigu og annað, fyrir utan það að til að komast aftur til Nepal liggur fyrir að það muni kosta drjúgan skylding. Bara flugið fyrir hjónin mun til að mynda kosta um 200 þúsund krónur.

Til hvers að greiða skatta?

Puru brá á það ráð að reyna að fá atvinnuleysisbætur á meðan á öllu þessu stæði, hann getur nefnilega ekki unnið án atvinnuleyfis. Hins vegar gekk það ekki eftir. Samkvæmt samtali blaðamanns við Vinnumálastofnun eru það sveitarfélögin sem menn í stöðu Puru geta leitað til. Það segist Puru hafa gert en enga hjálp fengið.

Þar fyrir utan getur það komið í veg fyrir að erlendir einstaklingar fái ótímabundið dvalarleyfi, hafi þeir þegið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Það kannski skiptir ekki öllu máli í dag, þar sem Puru hefur gefist upp á Íslandi. Frekar vill hann búa í Nepal þrátt fyrir hættulegar pólitískar aðstæður þar í landi.

„Til hvers hef ég verið að greiða skatta allan þennan tíma ? Til hvers að greiða í lífeyrissjóð sem ég get fengið greitt úr þegar ég verð 60 ára gamall. Ég er orðinn svo bugaður af þessu, ég vil bara fara heim, ætti ekki að vera einhvern leið til að fá skatta endurgreidda, eða greitt úr lífeyrissjóðnum? Kannski ef ég gæti þá fengið þann pening gæti ég komið okkur aftur til Nepal.“  

„ Í þessari stöðu sem ég er í núna, hvernig kemst ég til baka ? Ég hef ekki unnið í tvo mánuði. Um leið og ég er kominn með pening þá er ég tilbúinn að yfirgefa landið.“

Blaðamaður talaði við Puru í tvígang og ljóst að ástandið tekur verulega á hann. Í fyrra skiptið var Puru vongóður um að fá öll leyfi, vinnu og búa hér áfram með konu sinni. Aðeins viku síðar var mun þyngra yfir  honum og  hann sagði:

„Ég vil ekki vera hérna lengur, ég vil bara fara heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa