fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Hafþór Júlíus lamaðist í andliti

Aðdáendur þurfa ekkert að óttast

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. apríl 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafþór Júlíus Björnsson hefur lýst því yfir að dofi sem hann vaknaði með á hægri hlið andlitsins á þriðjudaginn stafi ekki af neinu hættulegu. Kraftlyftingamaðurinn veiktist allverulega síðastliðinn sunnudag, en fann fyrst fyrir dofatilfinningunni á þriðjudaginn. Þetta kemur fram í facebook-færslu sem Hafþór birti í gær.

Eftir því sem leið á daginn stigmagnaðist dofinn uns öll hægri hlið andlits hans var lömuð. Hafþór gekkst undir ítarlega læknisskoðun í vikunni, sem leiddi í ljós að um lömun af völdum fyrirbærisins Bell’s Palsy væri að ræða.

Einhverjum var brugðið yfir þessum tíðindum og óttaslegnir yfir heilsu Hafþórs, en aðdáendur „Fjallsins“ geta dregið andann léttar núna þar sem kvillinn sem um ræðir varir aðeins tímabundið, eða frá fáeinum vikum upp í nokkra mánuði.

Keppir í dag alvarlegur á svip

Bell’s Palsy hefur engar verri afleiðingar í för með sér og því mætir Hafþór gallvaskur til keppni á eftir, en í kvöld takast helstu kraflyftingamenn heims á um titilinn Sterkasti maður Evrópu í borginni Leeds, Englandi.

Hafþór tapaði titlinum í fyrra og ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að sigra í ár og koma titlinum aftur á Klakann – þar sem hann á heima.

Hann slær á létta strengi í færslu sinni og útskýrir fyrir aðdáendum sem vilja mynda hann á mótinu: „Ég er ekki í vondu skapi, ég get bara eiginlega ekki brosað á myndum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Í gær

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við