fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433

Gústi reynir að breyta honum í markaskorara: ,,Ef maður setur hann ofar þá kemst hann ekkert aftar“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2019 20:13

Ágúst Gylfason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður í kvöld eftir frábæran 4-1 sigur á FH í Pepsi Max-deild karla.

Blikar unnu 4-1 sigur í seinni hálfleik í kvöld en markalaust var eftir fyrri hálfleikinn í Kópavogi.

,,Fyrri hálfleikur var mjög daufur, bæði lið héldu boltanum og það var virðing og annað. Lítið af færum þannig við ákváðum að keyra upp tempóið í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst við 433.is

,,Við gerðum það mjög vel og pressuðum vel á þá. Við þrýstum þeim niður í þeirra teig og uppskárum fjögur frábær mörk bara með ákafa og vinnuframlagi.“

,,Við fáum svo eitt mark á okkur en frábær sigur, það er ekki leiðinlegt að vinna.“

Hópur Breiðabliks er mjög öflugur og segir Ágúst það gott að geta skipt um menn þegar leikið er með svo stuttu millibili.

,,Við erum að pressa hátt á vellinum og þá er gott að geta skipt um leikmenn. Við erum með góða leik fram á við sem er frábært.“

,,Það virkaði í dag, það virkaði í síðasta leik gegn HK og í rauninni líka gegn Val þar áður. Það er breidd og samkeppni í liðinu. Það er gaman þegar leikmenn stimpla sig inn og skora mörk og gera frábæra hluti.“

,,Þetta er frábær hópur og við erum allir samstíga um verkefnin sem við tökum þátt í. Við erum í bikar og það verður dregið á morgun. Við erum á toppnum og erum nú að fara eftir mánuð í Evrópukeppni. Það er gott að vera með lið sem deliverar vel og nær í úrslit.“

Andri Rafn Yeoman skoraði annan leikinn í röð í dag og var Ágúst spurður að því hvaðan þessi mörk væru að koma.

,,Ég hef sett Andra framar á völlinn, hann hefur verið djúpur á miðjunni og þá á hann það til að fara ofan í vörnina og sækja boltann. Ef maður setur hann ofar þá kemst hann ekkert aftar þannig hann er bara fram á við og er að skora og gera frábæra hluti.“

,,Við erum ánægðir með stöðuna og það er kærkomið að fá gott landsleikjafrí. Nú fær maður kannski að fara að horfa á einhverja fótboltaleiki, landsleiki og Stjarnan – Valur sem verður forvitnilegt að fylgjast með. Við nýtum fríið vel og gefum strákunum smá andrými.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Í gær

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins
433Sport
Í gær

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
433Sport
Í gær

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“